Félag atvinnurekenda efndi í morgun til félagsfundar vegna boðaðra verkfalla á vinnumarkaði. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA ræddi stuttlega um stöðuna í kjaraviðræðum. Inga Skarphéðinsdóttir lögfræðingur félagsins fór síðan yfir réttarstöðu vinnuveitenda og launþega í verkfalli og ýmis þau álitamál sem upp geta komið.
Fundurinn var vel sóttur og miklar umræður urðu að framsöguerindi Ingu loknu. Margir félagsmenn lýstu miklum áhyggjum af stöðunni sem upp er komin í kjaramálum.