Þann 18. febrúar sl. tilkynnti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beiðni Haga hf. um úthlutun á viðbótartollkvótum á ostum og lífrænum kjúkling væri, að tillögu ráðgjafarnefndar ráðherra, hafnað. Ekki var leitað álits hjá lögbundnum álitsgjöfum áður en ákvörðunin lá fyrir og telur Félag atvinnurekenda að ráðherra hafi af þeim sökum farið á svig við lög. Félag atvinnurekenda telur það skýra skyldu ráðgjafanefndarinnar að leita álits, m.a. hjá Félagi atvinnurekenda, áður en nefndin skilar af sér tillögu um úthlutun tollkvóta, annaðhvort til synjunar eða staðfestingar.
Félag atvinnurekenda hefur krafist þess að ráðherra afturkalli umrædda ákvörðun og taki nýja ákvörðun í samræmi við þær málsmeðferðarreglur sem finna má í lögum.
Bréf Félags atvinnurekenda má sjá í heild sinni hér