Hverjar eru efnahagslegar afleiðingar af samráði stóru skipafélaganna? Hvaða áhrif hafa slík samkeppnisbrot á fyrirtæki og neytendur og verðlag í landinu? Félag atvinnurekenda efnir til félagsfundar þar sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, útskýrir efnahagsleg áhrif samráðsbrota.
Fundurinn fer fram í fundarsal FA í Skeifunni 11, 3. hæð, kl. 15 fimmtudaginn 14. september. Skráning (hér að neðan) er nauðsynleg.
Gylfi Magnússon hefur víðtæka reynslu á sviði hagfræði og efnahagsmála og hefur fjallað um samkeppnismál á breiðum grundvelli í ræðu og riti. Hann er doktor í hagfræði og prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann var efnahags- og viðskiptaráðherra á árunum 2009-2010 og formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins 2005-2009.