Félagsfundur 21. nóvember: Hvað þýðir einfaldað eftirlit með matvælum, heilbrigði og hollustuháttum fyrir atvinnurekendur?

10.11.2023

Félag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar þriðjudaginn 21. nóvember kl 8.30-9.45 um tillögur í skýrslu starfshóps umhverfisráðherra um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælumÁrmann Kr. Ólafsson, sem var formaður starfshópsins, fer yfir tillögurnar og hvað þær þýða í reynd fyrir atvinnurekendur. Fundurinn fer fram í fundarsal FA í Skeifunni 11.

Í dag er eftirlit með hollustuháttum, heilbrigði og matvælum á hendi ellefu opinberra stofnana; níu heilbrigðiseftirllitsvæða sem hvert hefur sína sex manna stjórn, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði lagt niður og allt eftirlit samræmt hjá stofnunum ríkisins.

Niðurstaða starfshópsins er að við núverandi aðstæður sé ósamræmi í framkvæmd eftirlits of mikið, stjórnsýsla of flókin og yfirsýn skorti. Lögð er til mikil einföldun á kerfinu, sem byggist meðal annars á eftirfarandi atriðum:

a. samþætta leyfisútgáfu á einum stað, 

b. leyfisskilyrði verði samræmd um allt land, 

c. leyfisskilyrðin liggi fyrir áður en sótt er um leyfi, 

d. eftirlit með starfsemi verði háttað með sama hætti um allt land og 

e. eftirlit taki mið af áhættu þannig að dregið verði úr afskiptum af rekstri með litla áhættu. 

Ármann mun á fundinum fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar með áherslu á hvaða ávinning breytingar á kerfinu hafi í för með sér fyrir atvinnurekendur og hvaða áhætta geti falist í breytingunum.

Ármann Kr. Ólafsson hefur langa reynslu úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum. Hann var einn af stofnendum auglýsingastofunnar ENNEMM, aðstoðarmaður ráðherra um árabil, bæjarfulltrúi í Kópavogi og bæjarstjóri þar í bæ um árabil. 

Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Skráning hér að neðan. 

Skráning á félagsfund um einfaldað eftirlit með matvælum, hollustuháttum og heilbrigði

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning