Félagsfundur 5. september: Ástand og horfur í efnahagsmálum

29.08.2017

Félag atvinnurekenda boðar til félagsfundar í húsnæði félagsins á 9. hæð í Húsi verzlunarinnar kl. 8.30 – 10.00 þriðjudagsmorguninn 5. september næstkomandi. Efni fundarins er ástand og horfur í efnahagsmálum.

Frummælandi á fundinum er Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Þórarinn hefur áður haldið fyrirlestra á félagsfundum FA, sem jafnan hafa verið gagnlegir og vel sóttir. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Morgunverður er í boði á fundinum. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á þennan fyrsta félagsfund haustsins. Skráning er hér neðst á síðunni.

thorarinn - Copy (1) - Copy (1)Þórarinn G. Pétursson hefur verið aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands frá árinu 2009 og á ennfremur sæti í peningastefnunefnd hans.

Þórarinn var upphaflega ráðinn sem sérfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans 1994 og tók síðar við starfi staðgengils aðalhagfræðings og forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar bankans í júní 2004.

Þórarinn lauk prófi í hagfræði (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands árið 1991, meistaraprófi í hagfræði frá Essexháskóla í Bretlandi árið 1992 og doktorsnámi (PhD.) frá háskólanum í Árósum í Danmörku árið 1998. Þórarinn hefur birt fjölda greina í innlendum og erlendum fræðiritum um peningastefnu og um aðra þætti hagfræði og efnahagsmála. Hann hefur jafnframt áralanga reynslu af kennslu í hagfræði á háskólastigi.

 [ninja_form id=7]

Nýjar fréttir

Innskráning