Félagsfundur um Gagnalaug GS1

11.02.2020

Félag atvinnurekenda efnir til félagsfundar miðvikudaginn 4. mars næstkomandi kl. 8.30-10, til kynningar á Gagnalaug GS1.

Gagnalaug er alþjóðlegur miðlægur gagnagrunnur þar sem aðilar í aðfangakeðjunni geta skipst á vörugögnum á staðlaðan máta. Þessi staðall er þróaður og uppfærður af alþjóðasamtökunum GS1.  FA á 20% hlut í GS1 Ísland á móti öðrum samtökum í atvinnulífinu. GS1 úthlutar m.a. strikamerkjum og QR-kóðum til auðkenningar vöru. Gagnalaug ehf. er dótturfélag GS1 Ísland, sett á fót til að þróa áðurnefndan gagnagrunn, eða öllu heldur heilsteypta lausn byggða á staðfestum gæðagögnum.

Notagildi og möguleikar Gagnalaugar eru gríðarlegir, til dæmis í því skyni að neytendur geti í gegnum smáforrit í símanum sínum nálgast allar helstu upplýsingar um vöruna, uppruna hennar og innihald, ofnæmisvalda o.s.frv. Ýmsar spurningar hafa hins vegar vaknað hjá birgjum um ýmis atriði tengd Gagnalaug og verður leitast við að svara þeim á fundinum.

Dagskrá: 

8.30 Inngangur
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og fundarstjóri

8.35 Hvað er Gagnalaug?
Benedikt Hauksson framkvæmdastjóri GS1 Ísland ehf.

  • Kröfur til verslana og birgja með nýjum verslunarháttum
    • Eru vörugögn verðmætasta eign birgjans?
    • Hvernig nýtist Gagnalaug til að miðla viðskiptagögnum?
    • Hvernig nýtist Gagnalaug til að miðla neytendagögnum?
    • Hvernig nýtist Gagnalaugin með upplýsingakerfum?
    • Hvaða kröfur eru gerðar til gagna við netverslun?
    • Er verið að selja gögn eða vörur á markaðstorgum?
    • Önnur notkun

9.05 Kíkt í laugina
Kristján T. Högnason hjá Gagnalaug ehf.

  • Gagnalaug hýsir allar vöruupplýsingar fyrir aðila innan aðfangakeðjunnar
    • Ferill vöru frá gagnainnslætti til verslunar –
      upplýsingar í Gagnalaug fara eftir eðli vöru og vöruflokkun
    • Dæmi um viðskiptaupplýsingar og neytendaupplýsingar
    • Gagnalaug er alþjóðleg og tengist öllum markaðssvæðum
    • Hvernig náum við gögnum frá erlendum birgjum frá ólíkum markaðssvæðum?
    • Möguleikar til einföldunar í rekstri upplýsingakerfa
  • Gagnalaug býður þjónustu við innslátt og villuprófanir gagna.
    • Hver ber ábyrgð á gögnum?
    • Hugleiðingar um notkun smáforrita (Apps)
    • Þjónusta Gagnalaugar við innsetningu gagna

9.35 Reynsla birgja
Sigurjón Stefánsson, deildarstjóri tölvudeildar hjá Sláturfélagi Suðurlands svf.

9.50 Spurt og svarað

Fundurinn er haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Hann er opinn félagsmönnum í FA. Léttur morgunverður er í boði. Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.

Nýjar fréttir

Innskráning