Félagsmenn FA

Félag atvinnurekenda er hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Í dag eru um 180 fyrirtæki í félaginu. Innan FA eru samstarfsfélög sem starfa á á grundvelli atvinnugreina, Samband íslenskra auglýsingastofa og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda.

FA er virkur vettvangur fyrir félagsmenn til að skiptast á skoðunum og reynslu. Félagið kappkostar að sinna öflugri upplýsingamiðlun um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Er það gert með félagsfundum, námskeiðum og beinni upplýsingagjöf til félagsmanna. Á undanförnum árum hafa fræðslu- og kynningarmál verið stór hluti af starfsemi félagsins. FA leggur áherslu á að skapa jákvæða ímynd einkum gagnvart stjórnvöldum, félagsmönnum og fjölmiðlum. Við viljum að framganga félagsins einkennist af trúverðugleika og fagmennsku í öllum málum.

Í samstarfi við Félag atvinnurekenda starfa tvö félög á grundvelli atvinnugreina. Þau eru í forsvari fyrir sameiginleg hagsmunamál fyrirtækja á sínu sviði, eru bakhjarl á opinberum vettvangi og veita stuðning í formi fræðslu um vinnumarkaðsmál og rekstur fyrirtækja.

Nánar um samstarfsfélög FA

Samtök fiskframleiðanda og útflytjenda

Samband íslenskra auglýsingastofa

Frá því í febrúar 2021 hefur FA heimsótt eitt aðildarfyrirtæki vikulega og birt um það umfjöllun á Facebook- og Instagram-síðum félagsins undir myllumerkinu #félagmaðurvikunnar. Annars vegar er sögð saga í myndum og myndskeiðum af starfsemi fyrirtækisins sem hægt er að skoða í „story highlights“ á Instagram-reikningnum okkar. Hins vegar smellum við mynd af framkvæmdastjóra eða öðrum forsvarsmanni fyrirtækisins.Fylgist með myllumerkinu #félagsmaðurvikunnar á samfélagsmiðlunum okkar. Þessi umfjöllun sýnir vel breiddina í félaginu og hvað atvinnurekendur eru fjölbreyttur og áhugaverður hópur. Meirihluti fyrirtækjanna sem við höfum heimsótt er fjölskyldufyrirtæki sem eigendurnir reka sjálfir.

Nánar um félagsmenn vikunnar

Félag atvinnurekenda vinnur einnig í samstarfi við Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-evrópska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið og Íslensk-taílenska viðskiptaráðið, sem öll eru rekin og hýst af FA.

Nánar um viðskiptaráðin

Íslensk – kínverska viðskiptaráðið var stofnað árið 1995.

Íslensk – indverska viðskiptaráðið var stofnað 4.maí 2005.

Íslensk-taílenska viðskiptaráðið var stofnað 6. september 2016.

Íslensk-evrópska verslunarráðið var stofnað 16. maí 2018.

 1. Markmið starfsreglna þessara er að tryggja að ákvæði samkeppnislaga séu í heiðri höfð í allri starfsemi Félags atvinnurekenda sem og að stuðla að virkri samkeppni á þeim mörkuðum sem starfsemi félagsins tekur til.

 2. Í starfsemi Félags atvinnurekenda, hvort heldur sem er á félagsfundum, stjórnarfundum, innan sérgreinahópa, fagnefnda, fulltrúaráðs eða kjararáðs eða hverjum öðrum vettvangi sem félagsmenn hittast innan vébanda félagsins, skal þess ávallt gætt að öll samskipti séu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

 3. Starfsmenn Félags atvinnurekenda skulu ávallt gæta þess að samskipti þeirra við félagsmenn, miðlun upplýsinga þeirra á milli sem og yfirlýsingar þeirra jafnt innan félagsins sem á opinberum vettvangi séu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

 4. Öllum þeim sem sækja fundi á vettvangi Félags atvinnurekenda eða eiga samskipti við keppinauta sína á markaði innan vébanda félagsins ber skylda til að virða ákvæði samkeppnislaga í hvívetna og gæta þess að öll samskipti rúmist innan þess ramma sem þau marka.

 5. Á vettvangi Félags atvinnurekenda skal aldrei fjalla um eða miðla upplýsingum um verð, verðþróun, viðskiptakjör eða önnur viðkvæm viðskiptaleg eða samkeppnisleg málefni með þeim hætti að dregið sé úr viðskiptalegu sjálfstæði félagsmanna eða samkeppni raskað með öðrum hætti.

 6. Lögfræðingur Félags atvinnurekenda eða fulltrúi hans skal vera viðstaddur alla félagsfundi, stjórnarfundi, fundi sérgreinahópa, fagnefnda, fulltrúaráðs, kjararáðs og aðra fundi á vettvangi félagsins þar sem ætla má að keppinautar á markaði hittist. Honum ber skylda til að framfylgja starfsreglum þessum og gæta þess að samskipti keppinauta á vettvangi Félags atvinnurekenda séu í samræmi við reglur þessar og ákvæði samkeppnislaga.

Félag atvinnurekenda rekur öfluga hagsmunabaráttu. Þar má nefna öfluga lögfræðiþjónustu, starf faghópa og gerð umsagna um laga- og reglugerðarbreytingar. Félagið stendur einnig fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsfólk aðildarfyrirtækja. Þá er félagið aðili að kjarasamningum gagnvart VR, RSÍ, Lyfjafræðingafélagi Íslands og Grafíu.

Hér sérðu nokkra góða punkta
um ávinning fyrir félagsmenn:

 • Öflug lögfræðiþjónusta
 • Ráðgjöf á sviði viðskipta
 • Hagsmunabarátta
 • Námskeiðahald
 • Kjarasamningagerð