Íslensk-kínverska viðskiptaráðið

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) er félagsskapur um 70 fyrirtækja úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Það var stofnað árið 1995 og hefur starfsemi viðskiptaráðsins dafnað vel síðan þá.

www.ikv.is

Meginmarkmið og hlutverk ráðsins er að stuðla að og efla viðskipti á milli Íslands og Kína. ÍKV hefur skipulagt ferðir á vörusýningar þar eystra, tekur á móti kínverskum viðskiptasendinefndum og veitir fyrirtækjum upplýsingar og ráðleggingar varðandi fyrstu skrefin í átt að viðskiptum við Kína. Einnig stendur það fyrir miðlun viðskiptasambanda og skoðanaskiptum á milli fyrirtækja og stjórnvalda í báðum löndum.

Helsti samstarfaðili Íslensk kínverska viðskiptaráðsins í Kína er Alþjóðaviðskiptaráð Kína (China Council for Promotion of International Trade, CCPIT). ÍKV hefur einnig ritað undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf viðskiptaráðsins og Matvælaviðskiptaráðs Kína (China Chamber of Commerce of Foodstuffs and Native Produce, CFNA).

Félagsmenn í ÍKV eru um 70 fyrirtæki úr margvíslegum geirum viðskiptalífsins. Árgjaldið er 30.000 krónur, en 15.000 fyrir smærri fyrirtæki, með veltu undir 50 milljónum króna. Hægt er að skrá sig í ráðið hér neðst á síðunni.

Tenglar

  • ÍKV hefur staðið fyrir Kínverskum dögum hérlendis og unnið að kínverskum vörusýningum.
  • ÍKV hefur skipulagt velheppnaðar hópferðir til Kína á Canton vörusýninguna sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.
  • Kínverskum áramótum er fagnað árlega.
  • Reglulega eru haldin málþing um viðskipti Íslands og Kína
  • ÍKV hefur staðið að fyrirtækjastefnumótum íslenskra og kínverskra fyrirtækja
  • Tekið er á móti mörgum kínverskum viðskiptasendinefndum árlega

ÍKV hefur m.a. skipulagt ráðstefnur fyrir félagsmenn til að kanna möguleika á:

  • Fjárfestingum í Kína
  • Samstarfi í áliðnaði í Kína
  • Ferðaþjónustu: Eru ný tækifæri fyrir íslenska
  • ferðaþjónustu í Kína?
  • Jónína Bjartmarz, framkvæmdastjóri OK; Okkar kvenna í Kína ehf., formaður
  • Einar Rúnar Magnússon, framkvæmdastjóri Bingdao
  • Guðmundur Ingason, framkvæmdastjóri og eigandi G. Ingason
  • Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Xco
  • Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Ankra ehf. – Feel Iceland
 
  • Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen

Innskráning