Félagsmönnum í Félagi atvinnurekenda hefur fjölgað talsvert á síðustu mánuðum. Á meðal nýrra félagsmanna eru flugfélagið Wow air, fjarskiptafyrirtækið Nova, Póstmarkaðurinn, gagnavörslufyrirtækið Azazo, fræðslu- og ráðgjafarfyrirtækið Þekkingarmiðlun, Mjólkurbúið Kú, Balto heildverslun, Hótel Laxnes og heilsuvörufyrirtækin Gengur vel, Raritet og Mamma veit best.
Við bjóðum þessi fyrirtæki og fleiri velkomin í hópinn og minnum á að saman erum við sterkari í baráttunni fyrir heilbrigðu viðskiptalífi og öflugri samkeppni.