
Félag atvinnurekenda boðar til tveggja fjar-félagsfunda með fjarfundabúnaðinum Zoom.
Mánudaginn 4. maí kl. 13 fjallar Íris Marelsdóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, um þær aðgerðir til afléttingar samkomubanns sem taka gildi þann dag, útfærslu reglnanna og sóttvarnir í fyrirtækjum. Hún mun einnig svara spurningum félagsmanna um útfærslu reglnanna.
Miðvikudaginn 6. maí kl. 9.30 ræðir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins og svarar spurningum félagsmanna FA.
Fjarfundaforritið Zoom er einfalt í notkun og hefur m.a. verið notað fyrir starfsmanna- og stjórnarfundi FA að undanförnu. Sendur verður hlekkur á fundina til skráðra félagsmanna í góðan tíma fyrir fund. Gert er ráð fyrir að fyrirspurnum sé beint til frummælenda í gegnum spjallborð forritsins. Hér að neðan er hægt að skrá sig á fundina, annan hvorn eða báða, með því að haka við viðkomandi fund.
Hér er örstutt kennslumyndband um hvernig á að taka þátt í Zoom-fundi. Hér er hægt að hlaða forritinu niður.
Uppfært 30. apríl: Tíma fundarins með fjármálaráðherra var breytt; hann átti að vera kl. 13 hinn 30. apríl en verður þess í stað kl. 9.30 miðvikudaginn 6. maí.