Fjármálaráðherra styður Falda afl FA

28.11.2013

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var gestur á stjórnarfundi FA sl. fimmtudag. Ráðherra deildi með stjórninni sýn sinni á þróun efnahagsmála og gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Aðalumræðuefnið á fundinum var Falda aflið, aðgerðaáætlun sem FA kynnti í september. Ráðherra lýsti yfir ánægju sinni með tillögurnar í heild sinni. Það er ánægjulegt að ráðherra fagnar tillögum FA um fjármál fyrirtækja (Falda aflið #2), afnám vörugjalda (Falda aflið #5) og umbætur í opinberum innkaupum (Falda aflið #6). Þá var Bjarni afdráttarlaus með það að afnema beri skattlagningu arðs samkvæmt 50/20% reglunni svokölluðu sem hlotið hefur neikvæða umfjöllun. Mun vinna við frumvarp þessa efnis vera langt komin í ráðuneytinu. Við samþykkt þess yrði tillaga FA, Falda aflið #8, að veruleika. Því ber að fagna. Félag atvinnurekenda þakkar Bjarna Benediktssyni fyrir góðan fund og hlakkar til að sjá fleiri tillögur verða að veruleika á næstu mánuðum.

Nýjar fréttir

Innskráning