Fjármálaráðherra tekur undir með FA

21.01.2015

b518f926a9cf414bBjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók í Kastljósi RÚV undir gagnrýni þá sem FA setti fram í sama þætti fyrr í vikunni á flugfarmiðakaup ríkisins og vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna. Bjarni sagðist almennt vilja taka öll innkaup ríkisins til endurskoðunar og auka gegnsæi í þeim. Farmiðakaup ríkisins myndu falla undir breytingar sem starfshópur á hans vegum hefði í undirbúningi.

Aðspurður tók fjármálaráðherra undir að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn.

Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti.

Þá sagðist ráðherrann telja að bæta þyrfti upplýsingakerfi ríkisins til að fylgjast betur með innkaupum og gera innkaupin miðlægari, í stað þess að hafa 200 innkaupastjóra á vegum ríkisstofnana.

Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tók einnig undir sjónarmið FA í þessu máli í útvarpsfréttum RÚV.

Viðtal Kastljóss við Bjarna Benediktsson, 21. janúar

Viðtal við Pétur Blöndal í útvarpsfréttum RÚV 21. janúar

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning