Fjölsóttur áramótafagnaður ÍKV og KÍM

19.02.2018

Áramótafagnaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) og Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) var haldinn síðastliðið föstudagskvöld og var vel sóttur. Þar var því fagnað að ár hundsins gekk í garð, samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn er nú orðinn árviss viðburður í starfi félaganna.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum. Helgi Steinar Gunnlaugsson, uppistandari og framkvæmdastjóri Kínverskrar ráðgjafar, var ræðumaður kvöldsins.

Nýjar fréttir

Innskráning