Fræðslufundur: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir svik í reikningsviðskiptum?

18.10.2021

Creditinfo og Félag atvinnurekenda standa fyrir rafrænum fræðslufundi um hvernig hægt er að koma í veg fyrir svikastarfsemi í reikningsviðskiptum 27. október næstkomandi kl. 10:00 – 11:00.

Færst hefur í aukana að fyrirtæki verði fyrir tjóni vegna svikastarfsemi í reikningsviðskiptum. Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér kennitölur fyrirtækja sem eru með gamlan rekstur eða liggja jafnvel í dvala og eru í sumum tilfellum með gott lánshæfismat. Með þessum hætti geta þeir sem standa á bak við svikastarfsemina sótt sér vörur fyrir háar fjárhæðir án þess að greiða fyrir þær. FA hefur ítrekað varað félagsmenn við svikastarfsemi af þessu tagi.

Sem betur fer er hægt að greina fyrirtæki ýtarlega svo hægt sé að draga úr líkunum á því að verða fyrir barðinu á svikastarfsemi í reikningsviðskiptum. Á fundinum munu sérfræðingar frá Creditinfo sýna með ýtarlegum hætti hvernig hægt er að greina fyrirtæki og komast þannig hjá fjártjóni.

Á fundinum verður farið yfir eftirfarandi:

  • Hver eru helstu merkin um svikastarfsemi?
  • Hvernig er hægt að lesa ársreikninga til að koma auga á svikastarfsemi?
  • Hvaða upplýsingar nýtast við ákvörðunartöku um reikningsviðskipti?

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að koma í veg fyrir svikastarfsemi í reikningsviðskiptum

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn á hlekknum hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sent fundarboð með hlekk á rafræna fundinn með góðum fyrirvara.

Skráning á fræðslufundinn

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning