Framlög til lyfjamála vanáætluð í fjárlagafrumvarpi

20.12.2016

LyfjamyndFélag atvinnurekenda, Frumtök og Samtök verslunar og þjónustu hafa sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjárlagafrumvarpið, þar sem fram kemur að framlög til lyfjamála séu verulega vanáætluð í frumvarpi til fjárlaga ársins 2017.

Í umsögninni er bent á að Sjúkratryggingar Íslands geri nú ráð fyrir að útgjöld vegna S-merktra lyfja, til notkunar á sjúkrahúsum, fari um 9% fram úr fjárheimildum ársins 2016. Í almennum lyfjum verða umframútgjöldin eitthvað minni.

„Þessi staða er nú að koma upp enn eitt árið og ljóst, verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp óbreytt að lögum, að enn og aftur er verulegt ósamræmi milli fjárlaga annars vegar og raunverulegrar lyfjanotkunar í heilbrigðiskerfinu hins vegar. Eitt er víst, að sjúklingum mun ekki fara fækkandi á milli ára og aldurssamsetning þjóðarinnar heldur áfram að breytast þannig að þunginn í heilbrigðiskerfinu eykst. Því er með öllu óskiljanlegt að lagt sé fram fjárlagafrumvarp sem tekur ekki mið af þeim raunveruleika sem notkunartölur og áætlanir Sjúkratrygginga gera ráð fyrir, en ljóst er að frumvarpið vanáætlar útgjöld til lyfjamála á næsta ári í það minnsta um 700 milljónir króna, miðað við reynslu undanfarinna ára,“ segir í umsögn samtakanna.

„Ekki verður annað séð en að afleiðingar þessarar vanáætlunar verði þær sömu og undanfarin ár; að fé til kaupa á sjúkrahúslyfjum verður uppurið á haustmánuðum. Hjá heilbrigðisstarfsmönnum eru skiljanlega áhyggjur af því að sjúklingar fái ekki sambærilega lyfjameðferð og tíðkast í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við.“

Umsögn FA, Frumtaka og SVÞ um fjárlagafrumvarpið

Nýjar fréttir

Innskráning