Útboðsgjald á kjötvörum tvö- til fjórfaldast á þremur árum

Útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn takmarkað magn búvara án tolla, hækkaði mikið í síðasta tollkvótaútboði og hefur í ýmsum tilvikum margfaldast á þremur árum. Framkvæmdastjóri FA segir að stjórnvöldum og búvöruframleiðendum sé í sameiningu að takast að eyðileggja samkeppnina sem tollasamningurinn við ESB hafi átt að búa til.

Lesa meira»

Næsta örnámskeið: Útboðsmál

Á síðasta örnámskeiðinu í þessari lotu verður farið yfir ýmis atriði sem oft reynir á við meðferð opinberra útboða. Jörgen Már Ágústsson lögmaður er leiðbeinandi á námskeiðinu sem verður haldið 13. desember.

Lesa meira»

Ekki farið að lögum um opinberar eftirlitsreglur

FA hvetur menningar- og viðskiptaráðuneytið til að sinna þeirri lagaskyldu að skipa ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur og að ráðherra flytji Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf nefndarinnar.

Lesa meira»

Höfuðborg hárra skatta

Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Framkvæmdastjóri FA skrifar á Vísi.

Lesa meira»

Félagsmannaveiðar

Verkalýðshreyfingin þarf ekki að hafa áhyggjur af frumvarpi um að tryggja rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga, skrifar framkvæmdastjóri FA í Viðskiptablaðið. Hún myndi hins vegar fá meira aðhald frá félagsmönnum.

Lesa meira»