Matarverðshækkanir og tollar

Framkvæmdastjóri FA leggur orð í belg um leiðir til að vinna gegn hækkun matvælaverðs og ítrekar tillögu félagsins um tollalækkun.


Alþingi tekur höfuðið upp úr sandinum

Samþykkt frumvarps um breytingar á áfengislögum og umfjöllun í nefndum Alþingis bendir til að stjórnmálamenn séu hættir að loka augunum fyrir breytingum á áfengismarkaðnum og nauðsyn á heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Framkvæmdastjóri FA skrifar á Vísi.


Aðalfundur ÍEV: Stjórnvöld standi vörð um fríverslun og samræmi tollflokkun milli Íslands og ESB

Aðalfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins skorar á stjórnvöld að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB, en nýlega hafa komið upp mál þar sem mismunandi tollflokkun skapar hindranir í viðskiptum. 


Hækkun fasteignamats þýðir þriggja milljarða skattahækkun á fyrirtækin

Mikil hækkun á fasteignamati, sem tilkynnt var í gær, hefur að óbreyttu í för með sér þriggja milljarða króna hækkun á fasteignasköttum af atvinnuhúsnæði. Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í gær áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu.


Góður grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu

Tillögur sem matvælaráðherra hefur lagt fram um eflingu fæðuöryggis eru gott plagg og geta orðið grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu, skrifar framkvæmdastjóri FA á Vísi.


EES-klukkan gengur áfram

Framundan eru viðræður við Evrópusambandið um fríverslun með fisk og sjávarafurðir. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið að EES-samningurinn geri ekki ráð fyrir að snúið sé til baka af braut fríverslunar með búvörur, eins og kröfur eru uppi um hjá stjórnmála- og hagsmunaöflum.


Netverslun við Kína – upptaka af morgunverðarfundi

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Íslandsstofa stóðu í morgun fyrir morgunverðarfundi um netverslun við Kína. Hér er upptaka af fundinum og glærur frummælenda.


Ráð gegn innfluttri verðbólgu

Lækkun tolla er leið sem myndi virka gegn innfluttri verðbólgu. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið.


Svínað á neytendum

Innlendir bændur og afurðastöðvar bjóða hátt í tollkvóta fyrir svínakjöt frá ESB og flytja inn yfir 90% hans það sem af er árinu. Framkvæmdastjóri FA skrifar grein á Vísi og hvetur samkeppnisyfirvöld til að skoða málið.


Netverslun við Kína – hvernig kem ég vörunni minni á framfæri? Morgunverðarfundur ÍKV og Íslandsstofu 24. maí

Hvað þarf fyrirtæki að gera til að koma vörunni sinni á framfæri við kínverska neytendur á netinu? Um það fjallar morgunverðarfundur Íslandsstofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) 24. maí.