Fundur FA um skapandi greinar 4. febrúar

27.01.2016

Frummælendur skapandi greinarFélag atvinnurekenda efnir til opins fundar á undan aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Nauthóli fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi. Yfirskrift fundarins er „Skapandi greinar – ný mjólkurkýr?“ og verður þar fjallað um vaxandi verðmætasköpun listgreina á borð við kvikmyndagerð, tónlist og hönnun og framlag þeirra til útflutningstekna og hagvaxtar. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

14.00 Menntun er drifkraftur sköpunar

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

14.15  Við elskum það sem við gerum

Guðný Guðjónsdóttir, forstjóri Sagafilm

14.35  Listgrein/atvinnugrein

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón

14.55  Tíska á krossgötum

Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður

15.15  Falda aflið sýnir sig

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

 

Fundarstjóri opna fundarins er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Að loknum opna fundinum er kaffihlé um kl. 15.30 og venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 16.

Auglýsing fundarins í Fréttablaðinu í dag

 

Skráning á fundinn

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning