Gerjun á áfengismarkaði – opinn streymisfundur 10. febrúar

24.01.2022

Mikið umrót er á áfengismarkaði. Áfengisframleiðsla er vaxandi atvinnuvegur sem skapar störf víða um land og styður við ferðaþjónustuna. Innflutningur á áfengi er sömuleiðis öflug atvinnugrein. Netverslanir með áfenga drykki hafa rutt sér til rúms. Um leið er ljóst að áfengislöggjöfin er götótt og stjórnvöld virðast ekki geta svarað því skýrt hvað má og hvað má ekki, t.d. hvað varðar áfengisauglýsingar og netsölu áfengis. Með hæstu áfengissköttum í Evrópu er greininni einnig gert erfitt fyrir.

Áfengismarkaðurinn er til umræðu á opnum streymisfundi, sem Félag atvinnurekenda heldur í tengslum við aðalfund félagsins fimmtudaginn 10. febrúar kl. 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook og YouTube.

 

Dagskrá

14.00  Setning fundarins – Guðrún Ragna Garðarsdóttir formaður FA

14.05  Ávarp – Jón Gunnarsson innanríkisráðherra

14.15  Baráttan um búsið – Af hverju þörf er á frumkvöðlum í áfengissölu– Þórgnýr Thoroddsen, framkvæmdastjóri Bjórlands

14.30  Hvert stefnum við? – Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Distillery og stjórnarmaður í Samtökum íslenskra eimingarhúsa

14.45  Hvað er í gerjun hjá íslenskum handverksbrugghúsum? – Laufey Sif Lárusdóttir framkvæmdastjóri Ölverks í Hveragerði og formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa

15.00  Óvissan er óþægileg – Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola Europacific Partners á Íslandi

15.15   Úrelt löggjöf og ofurskattar – Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA

Fundarstjóri er Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA.

Þeir sem vilja fá tilkynningu á Facebook þegar fundurinn fer í loftið geta skráð sig á Facebook-síðu FA.

Frummælendur og fundarstjóri, í sömu röð og þau eru talin upp í dagskránni að ofan.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning