Félag atvinnurekenda, í samstarfi við sendiráð Taílands í Kaupmannahöfn, gengst fyrir málþingi um tækifæri í viðskiptum Íslands og Taílands þriðjudaginn 6. september næstkomandi kl. 14 í húsakynnum FA í Húsi verslunarinnar.
Frummælendur á málþinginu eru Vimon Kidchob, sendiherra Taílands í Danmörku, sem einnig fer með fyrirsvar gagnvart Íslandi, Songphol Sukchan, yfirmaður Evrópudeildar taílenska utanríkisráðuneytisins, Unnur Orradóttir Ramette, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, Ketsuda Supradit, efnahags- og viðskiptafulltrúi Taílands í Bretlandi, Alfreð Jóhannsson, sölustjóri hjá Ó. Johnson og Kaaber og Sælkeradreifingu, og Pakkanan Winijchai, ferðamálafulltrúi Taílands í Stokkhólmi. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hér að neðan er nánari dagskrá málþingsins, en það fer fram á ensku.
Í lok málþingsins verður haldinn stuttur stofnfundur Íslensk-taílenska viðskiptaráðsins, en á annan tug fyrirtækja hefur skráð sig sem stofnaðila í ráðinu.
Að fundunum loknum verður móttaka með taílenskum veitingum, en áformað er að dagskránni ljúki um kl. 17.
Dagskrá málþingsins
Discover Thailand Seminar: Business Opportunities
14.00 Welcome Remarks by Ambassador Vimon Kidchob
14.05 „New Partnership for Sustainable Prosperity“ by Mr. Songphol Sukchan, Director-General, Department of European Affairs, Ministry of Foreign Affairs of Thailand
14.25 “Business Potential in Thailand” by Ms. Unnur Orradottir Ramette, Director-General for External Trade and Economic Affairs, Ministry of Foreign Affairs of Iceland
14.40 “Thailand: Economic Policies for the Future” by Ms. Ketsuda Supradit, Minister (Economic and Finance) for UK and Europe, Royal Thai Embassy, London.
15.00 Coffee Break
15.15 “The Growing Market for Thai Products in Iceland” by Mr. Alfred Johannsson, Sales Manager, Ó. Johnson & Kaaber.
15.35 Thailand Tourism Update by Ms. Pakkanan Winijchai, Director, Tourism Authority of Thailand, Stockholm Office
15.55 Q & A
16.00 Founding meeting of the Icelandic-Thai Trade Council
16.15 Reception with Thai food.
17.00 End of programme
Skráning á málþingið