Misráðið að fækka valkostum Íslands

27.01.2015

8b23f57766d98e1Stjórn Félags atvinnurekenda samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í dag:

Stjórn Félags atvinnurekenda mótmælir áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja fram á nýjan leik tillögu um að slíta formlega aðildarviðræðum við Evrópusambandið og afturkalla umsókn Íslands um aðild að sambandinu.

Þótt núverandi ríkisstjórn telji sig ekki hafa pólitískar forsendur til að ljúka aðildarviðræðum er afar óskynsamlegt og misráðið að fækka valkostum Íslands í peningamálum með því að afturkalla aðildarumsóknina. Það þýðir að telji stjórnvöld í landinu síðar að upptaka evru með ESB-aðild sé skynsamlegur kostur í peningamálum mun taka mun lengri tíma og verða kostnaðarsamara en ella að taka á ný upp viðræður við sambandið og ná því takmarki.

FA telur að ekki séu forsendur til þess að skella þannig dyrum í lás á þessum tímapunkti. Stjórn FA telur jafnframt að það sé ábyrgðarlaust og ónauðsynlegt af hálfu ríkisstjórnarinnar að hella þannig olíu á eld pólitískra deilna á sama tíma og staðan á vinnumarkaði er erfiðari og viðkvæmari en um langt skeið.

Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína og útiloka ekki augljósa valkosti í peningamálum þjóðarinnar.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning