Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi 2013

19.02.2014

Njarðarskjöldurinn er hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar, Félags atvinnurekenda, Kaupmannasamtakanna, SVÞ, Global Blue á Íslandi og
Tax free Worldwide Ísland sem verða veitt í átjánda sinn fimmtudaginn 20. febrúar n.k. kl. 17.00 Háuloftum í Hörpu

 

Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leitast við
að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára.

 

Jafnfram er afhendur í þriðja sinn „Freyjusómi 2013“. Viðurkenningin er veitt til þeirrar verslunar sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunaresktur á
ferðamannamarkaði í í borginni.

 

Fjölbreytt dagskrá verður og mun m.a. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fjalla um mikilvægi ferðamannaverslunar á Íslandi.

 

Við hvetjum okkar félagsmenn til að fjölmenna. Hægt er að skrá sig á www.visitreykjavik.is/skraning

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning