Umhverfisgjald skipafélaganna

23.12.2014

Morgunblaðið segir í dag frá því að skipafélögin muni um áramótin leggja nýtt gjald á viðskiptavini sína, svokallað umhverfisgjald. Það er til komið vegna gildistöku ESB-tilskipunar um takmörkun á brennisteinsoxíða í útblæstri skipa og er hugsað til að draga úr mengun á fjölförnum hafsvæðum í Norðursjó, Eystrasalti og Ermarsundi. Á þessum hafsvæðum er farskipum gert að brenna gasolíu í stað svartolíu.

 

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir í fréttinni að upphæð gjaldsins hafi verið tilkynnt um miðjan nóvember þrátt fyrir að gasolía lækki nú hratt í verði. „Auðvitað sýna menn því skilning að gjaldið er sett á vegna alþjóðlegra reglna til verndar umhverfinu. Við gagnrýnum þó að um miðjan nóvember sé gefið út hvert gjaldið skuli vera um áramót, þar sem díselolía hefur lækkað gríðarlega á þessum vikum,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu. „Við bindum þar af leiðandi vonir við að gjaldið verði endurskoðað mjög fljótlega, þannig að menn séu ekki að greiða meira en þeir þurfa.“

 

Talsmenn skipafélaganna benda í fréttinni á að undanfarið hafi olíugjald skipafélaganna lækkað vegna lækkandi olíuverðs. Þá hafi verðmunur svartolíu og gasolíu haldist svipaður. Umhverfisgjaldið verði endurskoðað fljótlega, til hækkunar eða lækkunar eftir því sem verðþróunin gefi tilefni til.

 

Umfjöllun Morgunblaðsins

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning