Fríverslun og framtíðin – fundur ÍIV og FA

08.11.2017
Aðalsteinn Leifsson

Íslensk-indverska viðskiptaráðið og Félag atvinnurekenda gangast fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 16. nóvember kl. 8.30-10. Yfirskrift fundarins er „Fríverslun og framtíðin“ og frummælandi Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA.

Íslensk fyrirtæki eiga mikið undir því að í gildi séu fríverslunarsamningar við sem flest lönd heimsins. Ísland hefur í samstarfi við önnur aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, byggt upp net fríverlsunarsamninga sem nær til 38 ríkja víðs vegar um heiminn. Í gangi eru samningaviðræður við stóra og mikilvæga framtíðarmarkaði, til dæmis Indland, Indónesíu og fleiri Asíuríki.

Aðalsteinn Leifsson, sem er einn af framkvæmdastjórum EFTA og starfar í höfuðstöðvum samtakanna í Genf, flytur erindi og fræðir okkur um fríverslunarsamningana, samningaviðræður sem eru í gangi og það sem er framundan.

Bala Kamallakharan, formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, flytur inngangsorð. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, er fundarstjóri.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Léttur morgunverður er í boði á fundinum.

Bala Kamallakharan

Skráning á fundinn hér að neðan.

 

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning