Frjáls viðskipti og samskipti lykillinn að hagsæld

15.04.2019

„Á frjálsri verslun og sem frjálsustum samskiptum fólks á milli landa byggist sú hagsæld sem við búum við í dag,“ sagði Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA í viðtali við Davíð Stefánsson í þættinum Ísland og umheimur, sem sýndur var á Hringbraut í gær. Hægt er að horfa á upptöku af viðtalinu í spilaranum hér að neðan.

Í viðtalinu var rætt um reynsluna af EES-samningnum í 25 ár. Ólafur sagði samninginn hafa stuðlað að því að draga úr ríkisvæðingu, efla markaðsfrelsi, samkeppni og gegnsæi á markaði og draga úr völdum sérhagsmunahópa og smákóngaveldi, hvort heldur væri í íslensku atvinnulífi, stjórnsýslu eða pólitík. Gæði löggjafar á Íslandi hefðu batnað með EES-samningnum; hér hefði verið innleidd löggjöf sem væri samin með markaðsfrelsi og almannahagsmuni að leiðarljósi.

Þátturinn í heild á Youtube

Nýjar fréttir

Innskráning