Frumskógur tolla og vörugjalda grisjaður

26.06.2014

Síðastliðinn miðvikudag var boðað til hádegisfundar hjá Félagi atvinnurekenda um tolla og vörugjöld en fundurinn var vel heppnaður og vel sóttur. Á fundinum var farið yfir þann fáránleika sem við búum við í vörugjalda – og tollakerfinu en gestir fengu að spreyta sig á svokölluðu ólukkuhjóli sem hafði að geyma sextán dæmi sem týnd höfðu verið til um tolla og vörugjöld. Dæmin vöktu misjöfn viðbrögð hjá gestum fundarins og voru eftir atvikum áhugaverð, fyndin, grátbrosleg eða hreinlega hneykslanleg. Þá var gestum boðið upp á léttar – en þungtollaðar – veitingar á meðan fundinum stóð þar sem kynntur var enn fremur til sögunnar fígúran og kerfiskallinn herra Loki Verndalt sem ætlað er að vera birtingarmynd ógagnsæs kerfis á þessu sviði og ætti, ef rétt væri staðið að, að heyra fortíðinni til.

 

Dæmi um linka að fjölmiðlaumfjöllun:

 

stöð2

 

visir.is

 

visir.is

 

mbl.is

 

ruv.is

 

ruv.is

 

ruv.is

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning