Fundur FA og viðskiptaráðanna með utanríkisráðherra

22.05.2023

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og formenn milliríkjaviðskiptaráða félagsins áttu síðastliðinn föstudag sinn árlega fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, í samræmi við samstarfssamning FA og utanríkisráðuneytisins.

FA rekur fjögur millilandaviðskiptaráð; Íslensk-evrópska verslunarráðið, Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið og Íslensk-taílenska viðskiptaráðið.

Á fundinum með ráðherra var farið yfir ýmis mál varðandi t.d. framkvæmd EES-samningsins, viðræður íslenskra stjórnvalda um fríverslun við Evrópusambandið, fríverslunarsamning Íslands og Kína og viðræður EFTA við Indland og Taíland um gerð fríverslunarsamninga. Þá var rætt um „gullhúðun“ Evrópureglna, þ.e. þegar stjórnvöld nota tækifærið og bæta við ýmsum séríslenskum reglum og kvöðum á fyrirtæki um leið og Evrópureglur eru innleiddar, en nýleg dæmi eru um að langt sé gengið í slíku.

Á myndinni eru frá vinstri: Ögmundur Hrafn Magnússon og Ragnar Kristjánsson á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Bala Kamallakharan formaður ÍIV, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA, Þórdís Kolbrún ráðherra, Guðmundur R. Sigtryggsson formaður ÍTV, Jónína Bjartmarz formaður ÍKV og Páll Rúnar M. Kristjánsson formaður ÍEV.

Nýjar fréttir

19. nóvember 2024

Innskráning