Fundur með frambjóðendum um landbúnaðar- og tollamál

03.10.2016

MatarkarfaFyrsti fundur Félags atvinnurekenda með frambjóðendum fyrir þingkosningarnar verður haldinn kl. 8.30 til 10 miðvikudaginn 5. október í fundarsal félagsins í Húsi verslunarinnar. Fundarefnið er landbúnaðar- og tollamál.

Eftirfarandi frambjóðendur taka þátt í fundinum:

  • Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð
  • Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy, Pírötum
  • Árni Páll Árnason, Samfylkingu
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki
  • Pawel Bartoszek, Viðreisn
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

Í upphafi fundar fer Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA, stuttlega yfir helstu áherslur félagsins í landbúnaðar- og tollamálum.

Næst eru frambjóðendur beðnir að svara þremur spurningum, sem FA sendi flokkunum fyrir fundinn og hafa þeir til þess tvær mínútur hver. Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Hvaða breytingar á að setja í forgang við endurskoðun búvörusamninganna?
  2. Vill þinn flokkur viðhalda því fyrirkomulagi að bjóða upp tollkvóta (heimildir til að flytja inn búvörur á lágum eða engum tollum)?
  3. Eru það verndarsjónarmið sem búa að baki 76% tolli á franskar kartöflur? Mun þinn flokkur beita sér  fyrir afnámi þessara gjalda þegar fyrir liggur að nær ekkert íslenskt hráefni er í innlendri framleiðslu?

Að loknum þremur umferðum þar sem frambjóðendurnir svara spurningunum gefst tími fyrir spurningar úr sal og almennar umræður.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fundirnir verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu félagsins.

Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Skráning á fundinn hér að neðan.

 

Nýjar fréttir

Innskráning