Fundur með frambjóðendum um samkeppnismál og regluverk atvinnulífsins

14.10.2016

ReglubyrdiFélag atvinnurekenda heldur síðasta fund sinn með frambjóðendum fyrir komandi þingkosningar næstkomandi miðvikudag, 19. október. Að þessu sinni er fundarefnið samkeppnismál og regluverk atvinnulífsins. Fundurinn verður haldinn kl. 8.30 til 10 í fundarsal félagsins á 9. hæð í Húsi verslunarinnar.

Eftirfarandi frambjóðendur taka þátt í fundinum:

  • Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð,
  • Þorsteinn Sæmundsson, Framsóknarflokki,
  • Jón Þór Ólafsson, Pírötum,
  • Árni Páll Árnason, Samfylkingu,
  • Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki,
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn,
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

Í upphafi fundar fer Inga Skarphéðinsdóttir, lögfræðingur FA, stuttlega yfir helstu áherslur FA varðandi samkeppnismál og regluverk atvinnulífsins.

Næst eru frambjóðendur beðnir að svara þremur spurningum, sem FA sendi flokkunum fyrir fundinn og hafa þeir til þess tvær mínútur hver á spurningu. Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Hvernig finnst þér hafa tekist til með framkvæmd stefnu núverandi ríkisstjórnar um einföldun regluverks atvinnulífsins?
  2. Ætti að setja þá reglu að við innleiðingu Evrópulöggjafar í íslenskan rétt sé engum íþyngjandi kröfum á atvinnulífið bætt við?
  3. Er þinn flokkur hlynntur eflingu Samkeppniseftirlitsins, til dæmis með lögbundnum málsmeðferðarfrestum, beinum úrræðum gagnvart stjórnvöldum og hækkun sekta?

Að loknum þremur umferðum þar sem frambjóðendurnir svara spurningunum gefst tími fyrir spurningar úr sal og almennar umræður.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu félagsins.

Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Skráning á fundinn hér að neðan.

Nýjar fréttir

Innskráning