Fundur um búvörusamninga og hagsmuni neytenda

26.02.2016

tollvernd neytendurFélag atvinnurekenda, ásamt sjö öðrum hagsmunasamtökum, gengst fyrir fundi þriðjudaginn 1. mars undir yfirskriftinni „Skipta búvörusamningar neytendur máli?“ Þar er sjónum beint að því hvernig nýgerðir búvörusamningar falla að hagsmunum neytenda.

Dagskrá
Er hagsmuna neytenda gætt í nýjum búvörusamningum?
Daði Már Kristófersson, dósent i hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Umræður og fyrirspurnir
Í pallborði munu sitja:
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna
Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Fundarstjóri er Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Morgunmatur verður í boði frá kl. 8. Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Enginn aðgangseyrir er og fundurinn öllum opinn.

Að fundinum standa Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Samtök skattgreiðenda, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Öryrkjabandalag Íslands, Viðskiptaráð Íslands og Alþýðusamband Íslands.

Skráning á vef SVÞ

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning