Fundur um jafnlaunavottun 10. janúar

03.01.2017

JafnrettiFélag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar um jafnlaunavottun í fyrirtækjum kl. 8.30 til 10 þriðjudaginn 10. janúar næstkomandi. Þar verður leitast við að svara algengum spurningum um jafnlaunavottun eins og þessum:

– Hvað felst í jafnlaunavottun?

– Hvað þurfa fyrirtæki að gera til að fá vottunina?

– Er ferlið tímafrekt?

– Hvað kostar að fá jafnlaunavottun?

– Hvað græða fyrirtæki á jafnlaunavottun?

 Dagskrá:

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR: Áfangasigrar

Einar Mar Þórðarson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu: Jafnlaunastaðall – tækifæri eða kvöð?

Anna Kristín Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og stjórnarmaður í FA: Jess við erum jöfn!, reynslusaga Hvíta hússins

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

Skráning á fundinn hér að neðan.

  Olafia B RafnsdottirEinar Mar Thordarson kroppudAnna Kristin kroppud

Nýjar fréttir

Innskráning