Fundur um lífeyrismál 18. mars

14.03.2016

Félag atvinnurekenda heldur opinn félagsfund um lífeyrismál föstudaginn 18. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í fundarsal félagsins á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, kl. 8.30 til 10 og er morgunverður í boði. Skráning á fundinn er hér neðar á síðunni.

Á almennum vinnumarkaði var nýlega samið um að hækka framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð úr 8% af launum í 11,5%. Ýmsar spurningar vakna tengdar þessari stóru breytingu.

  • Hvernig breytist launakostnaður atvinnurekenda?
  • Hvað þýðir breytingin fyrir lífskjör mismunandi kynslóða?
  • Hvað þýðir stóraukið innflæði peninga í lífeyrissjóðina fyrir stöðu þeirra sem stórra, aðþrengdra fjárfesta í höftum?

Dagskrá:

Ljónið og íkorninn – er hægt að spara of mikið til elliáranna?
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands

Mikið í húfi að mikið nýtist vel – allt að fimmtungur launa í þvingaðan lífeyrissparnað
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins

Þátttakendur í pallborðsumræðum ásamt frummælendum eru Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Fundurinn er haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. Hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Morgunverður er í boði á fundinum.

Asgeir Jonsson Gunnar Baldvinsson 2 Henny Hinz Thorey Thordardottir

 

Skráning á fundinn hér að neðan:

 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning