Fundur um reglubyrði atvinnulífsins

21.01.2015

34f988d7bf7ca26 Félag atvinnurekenda boðar til félagsfundar í húsnæði félagsins í Húsi verzlunarinnar kl. 8.30 – 10.00 miðvikudagsmorguninn 28. janúar.

Ríkisstjórnin hét því í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins og létta fyrirtækjum reglubyrðina. Stefnt er að því að engar íþyngjandi reglur fyrir atvinnulífið taki gildi nema jafnveigamiklar kvaðir falli brott. Hefur það gengið eftir? Hvað eru stjórnvöld að gera í málinu? Hvernig snertir málið félagsmenn í FA?

 

Frummælendur:f97a702a7d5f54f0

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri löggjafarmála í forsætisráðuneytinu:

Sníðum okkur stakk eftir vexti – mótun reglustefnu og eftirfylgni með henni

Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands:

Þarf júrista í reseptúrinn?

 

Gunnar Haraldsson, formaður ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur:

Kostnaður og ábati af regluverki – Framkvæmd og reynsla

 

Þóra Björg Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

Einföldun regluverks frá sjónarhóli sveitarfélaga

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Morgunverður er í boði á fundinum.

Skráning á fundinn hér.

Nýjar fréttir

Innskráning