Fyrirtækin gætu átt endurkröfu á ráðgjafa

06.02.2015

Á árinu 2014 féllu tveir dómar fjölskipaðs Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að vaxtakostnaður vegna öfugs samruna fyrirtækja væri ekki frádráttarbær frá skatti. Þessi niðurstaða hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir mörg fyrirtæki sem höfðu á síðastliðnum árum, í góðri trú, farið í slíka samruna oftar en ekki samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga. FA hefur verið að aðstoða félagsmenn sína vegna þessara mála. Hefur það verkefni verið tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita þeim aðstoð við að endurheimta þau verðmæti sem þegar hafa glatast vegna endurálagningar skatta aftur í tímann. Og í öðru lagi að aðstoða fyrirtækin við að finna nýjar og lögmætar leiðir til að ná fram þeirri skattalegu hagræðingu sem upprunalega var stefnt að. Er það von FA að á árinu 2015 finnist slík leið.

 

Fyrirtækin gætu átt bótakröfu á ráðgjafa

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning