Fyrsti fundurinn af fjórum fór vel fram

15.04.2013

Fyrsti fundur af fjórum í fundaröð Félags atvinnurekenda fór fram föstudaginn 12. apríl. Fulltrúar 5 stærstu flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum mættu og héldu stutta framsögu um stefnu síns flokks og hvað þarf að gera til að styrkja stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Allir voru sammála um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru grunnurinn í íslensku atvinnulífi enda telja þau um 95% fyrirtækja á Íslandi. Að loknum framsögum var orðið gefið laus og gafst fundargestum tækifæri á að spyrja fulltrúa flokkanna spurninga sem brenna á atvinnurekendum. Úr urðu nokkuð fjörugar samræður og var ljóst að málefni eins og gjaldeyrismál og háir skattar liggja þungt á atvinnurekenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Vel heppnuðum fundi lauk stuttu síðar og gengu fundargestir út örlítið fróðari um stefnumál flokkanna.

 

Næsti fundur er þriðjudaginn 16. apríl. Þar verða einnig fulltrúar frá fimm stærstu flokkunum samkvæmt skoðanakönnunum og munu ræða heilbrigðismál.

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning