Kristín Helga Gísladóttir er framkvæmdastjóri Garðheima, sem er félagsmaður vikunnar. Foreldrar Kristínar stofnuðu fyrirtækið og hún rekur það ásamt þremur systkinum sínum. Þessa dagana er eins og að ganga inn í jólaland að heimsækja Garðheima, en næsta vor flytur fyrirtækið í glæsilega og umhverfisvæna nýja garðyrkjumiðstöð við Álfabakka. Skoðaðu story highlights til að kynnast Garðheimum og fleiri félagsmönnum FA!