Grisjum reglugerðafrumskóginn

30.10.2014

„Menn þurfa að þvæl­ast á milli stofn­ana og fá vott­orð frá þess­um til að fá vott­orð frá hinum. Það hef­ur ekki verið horft heild­stætt á mynd­ina,“ seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, í viðtali við mbl.is. Ólafur bend­ir á að þungt geti verið í vöf­um að stofna lítið fyr­ir­tæki vegna íþyngj­andi kvaða í lög­um og reglu­gerðum. „Við erum al­mennt fylgj­andi því að litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­ækj­um sé gert lífið held­ur auðveld­ara,“ seg­ir hann.

 

Ólafur bendir á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar séu fyrirheit um að endurskoða regluverk atvinnulífsins, með það að markmiði að auka skilvirkni og samkeppni og lækka kostnað. Enn hafi hins vegar ekki einni reglugerð eða lagabókstaf verið breytt í framhaldi af þessari stefnumörkun. Frumvarp forsætisráðherra um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins hafi dagað uppi á síðasta þingi.

 

„Okk­ur finnst að það mætti gjarn­an veita þessu mál­efni meiri at­hygli og lýs­um eft­ir því að áformin í stjórn­arsátt­mál­an­um verði lát­in fram ganga. Að það verði raun­veru­lega eitt­hvað gert til þess að létta fyr­ir­tækj­um lífið,“ seg­ir Ólaf­ur á mbl.is. „Öll grisj­un í þess­um reglu­gerðarfrum­skógi myndi að sjálf­sögðu gera mönn­um auðveld­ara fyr­ir að hefja rekst­ur og þar með auka fram­leiðni, ný­sköp­un og lík­lega hag­vöxt.“

Nýjar fréttir

Innskráning