Guðný Hjaltadóttir nýr lögfræðingur FA

06.04.2018

Guðný Hjaltadóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og hóf störf í byrjun vikunnar. Hún kemur í stað Ingu Skarphéðinsdóttur, sem starfað hefur sem lögfræðingur hjá FA undanfarin þrjú ár en fer nú til starfa hjá Alþingi.

Guðný er 32 ára. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2012 og hlaut málflutningsréttindi 2014. Hún starfaði áður hjá Lögmönnum Lækjargötu, Lögmönnum Höfðabakka og Tort – innheimtu slysabóta.

Starfssvið Guðnýjar hjá FA snýr að vinnurétti, útboðsrétti, samkeppnisrétti, samningarétti, kröfurétti, félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti og almennri viðskiptalögfræði.

FA býður Guðnýju velkomna til starfa og þakkar jafnframt Ingu Skarphéðinsdóttur vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Nánari upplýsingar um Guðnýju

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning