Margir félagsmenn FA hafa mikla hagsmuni af virkri samkeppni í skipaflutningum til og frá landinu. FA vakti meðal annars athygli á því að sönnuðust þær ásakanir, sem fram komu í kæru Samkeppniseftirlitsins á hendur skipafélögum, kynnu fyrirtæki að eiga skaðabótakröfu á hendur félögunum. FA hvatti félagsmenn til að fylgjast vel með þróun mála og að samkeppni væri virk. Þá gagnrýndi félagið að nýtt umhverfisgjald skipafélaganna væri tilkynnt með löngum fyrirvara, þrátt fyrir að byggjast á olíuverði, sem á sama tíma fer hratt lækkandi.
Lestu meira á atvinnurekendur.is:
– Umhverfisgjald skipafélaganna
– Kynntu þér umfjöllun á mbl.is: Gætu átt skaðabótakröfu á skipafélög