Stjórn Félags atvinnurekenda hefur ákveðið að brydda upp á þeirri nýbreytni að efna til haustferðar félagsmanna, í þeim tilgangi að efla tengsl félagsmanna og miðla upplýsingum.
Fyrsta haustferðin verður farin 15. október næstkomandi og hefst kl. 14. Við heimsækjum tvo félagsmenn í Þorlákshöfn, skipa- og flutningafélögin Smyril Line og Torcargo. Bæði félögin eru í sókn á flutningamarkaðnum og veita gömlu skipafélögunum harða samkeppni. Við teljum sérstaka ástæðu til að kynna flutningalausnir þessara fyrirtækja. Að því búnu höldum við á Selfoss, þar sem Friðrik Ingi Friðriksson formaður FA tekur á móti hópnum í verslun Aflvéla. Við ljúkum svo dagskránni hjá fjórða félagsmanni okkar á Hótel Vatnsholti í Flóa, þar sem boðið verður upp á kvöldverð.
Dagskráin er þannig:
14.00 Brottför frá Skeifunni 11 – rúta
14.45 Komið til Þorlákshafnar
14.50 Skoðunarferð hjá Torcargo: Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri
16.00 Skoðunarferð hjá Smyril Line: Óskar Sveinn Friðriksson framkvæmdastjóri
17.15 Brottför frá Þorlákshöfn – rúta
17.45 Móttaka/fordrykkur hjá Aflvélum á Selfossi: Friðrik Ingi Friðriksson forstjóri og formaður FA
18.45 Brottför frá Selfossi – rúta
19.05 Kvöldverður á Hótel Vatnsholti í Flóa: Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir taka á móti okkur
21.30 Brottför frá Vatnsholti – rúta
22.30 Komið aftur í Skeifuna
Þátttakendur greiða 9.900 krónur fyrir kvöldverð, en matseðillinn er eftirfarandi:
Forréttur
Rjómalöguð humarsúpa með heimagerðu hvítlauksbrauði
Aðalréttur
Camembert ofnbakaður þorskur borinn fram með grilluðum aspas og steiktri gulrót
Eftirréttur
Súkkulaðikaka með vanilluís og berjum
Við hvetjum félagsmenn eindregið til að skrá sig í ferðina hér að neðan.