Heilbrigðiskerfið og velferðarmálin rædd

16.04.2013

Á fundi Félags atvinnurekenda í morgun mættu fulltrúar fimm stærstu flokkanna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum og ræddu um heilbrigðiskerfið og velferðarmál. Flestir voru sammála um að bæta þyrfti heilbrigðiskerfið enda niðurskurðurinn orðin gríðarlega mikill og er komið alveg að þolmörkum. Allir flokkarnir nefndu að bæta þyrfti heilsugæsluna og að það þyrfti að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinganna. Landspítalinn var talsvert í umræðunni. Byggingin er orðin gömul og talsvert óhagræði er í því að hafa starfsemina á nokkrum stöðum í stað þess að öll starfsemi sé á einum stað.  Bygging nýs Landspítala var rædd og vildu flestir halda áfram með þá áætlun að byggja nýjan spítala.

 

Að loknum framsögum fulltrúa flokkanna var orðið gefið laust og nýttu fundargestir sér það. Meðal þess sem spurt var um var nýtt greiðsluþátttökukerfið og fjárlög næsta ár, þ.e. hve stór hluti kökunnar myndi renna til heilbrigðismála. Ekki gafst tími til margra spurninga en það var ljóst að margt lá á fundargestum og hefðu þeir getað setið lengi fram eftir og rætt nánar um heilbrigðiskerfið og velferðamál.

 

Næsti fundur í fundaröð Félags atvinnurekenda verður á föstudaginn 19. Apríl. Þá verða sjávarútvegsmálin rædd og mun meðal annarra atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mæta fyrir hönd Vinstri grænna.

 

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á fundinn.

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning