Félag atvinnurekenda hélt í gær vel sóttan opinn fund í upphafi aðalfundar félagsins. Fundinn bar upp á Valentínusardaginn og því var valin yfirskriftin „Hvað elskar markaðurinn?“. Frummælendur fjölluðu um tilfinningasamband fyrirtækja og viðskiptavina út frá ýmsum sjónarhornum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra: Allir elska Ísland
Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup: Hvaða vörumerki elskar markaðurinn?
Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran, verkefnisstjóri hjá geoSilica Iceland: Tryggð og ást í viðskiptasamböndum
Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð & co.: Eins og heitar lummur
Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdastjóri Baseparking: Elskar ríkið samkeppni?
Óli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Brugghússins Borgar: Endalok alheims – flóknari tímar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA: Ást á frelsinu í 90 ár