Hvað þarf að gerast til að nýr Landspítali rísi?

11.01.2016

Nýr LandspítaliAlþingi hefur ákveðið að nýr Landspítali rísi við Hringbraut. Skipulagsmál spítalans eru frágengin og hönnunarferlið hafið. Hvað þarf að gerast svo framkvæmdir hefjist? Hvernig á að fjármagna nýjan spítala? Félag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar þar sem þessum spurningum og fleirum er velt upp. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi kl. 8.30 – 10 í fundarsal FA í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Skráning á fundinn er hér neðst á síðunni.

Dagskrá

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra:
Áfram á markaðri leið

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans:
Uppbygging þjóðarsjúkrahúss

Jón Finnbogason, forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni:
Fjármögnun hátæknisjúkrahúss – sterk staða ríkissjóðs eykur svigrúm

Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma

Boðið verður upp á léttan morgunverð á fundinum.

Kristján Þór Júlíusson (1)María Heimisdóttir (1) Jón Finnbogason (1)Hanna Katrín Friðriksson

 

Skráning á fundinn

Nýjar fréttir

Innskráning