Alþingi hefur ákveðið að nýr Landspítali rísi við Hringbraut. Skipulagsmál spítalans eru frágengin og hönnunarferlið hafið. Hvað þarf að gerast svo framkvæmdir hefjist? Hvernig á að fjármagna nýjan spítala? Félag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar þar sem þessum spurningum og fleirum er velt upp. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi kl. 8.30 – 10 í fundarsal FA í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Skráning á fundinn er hér neðst á síðunni.
Dagskrá
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra:
Áfram á markaðri leið
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans:
Uppbygging þjóðarsjúkrahúss
Jón Finnbogason, forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni:
Fjármögnun hátæknisjúkrahúss – sterk staða ríkissjóðs eykur svigrúm
Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma
Boðið verður upp á léttan morgunverð á fundinum.
Skráning á fundinn