Hvað þýðir Brexit fyrir fyrirtækin? Morgunverðarfundur 17. október

10.10.2017
Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvað þýðir útganga Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir viðskiptasamband Íslands og Bretlands? Munu nýjar hindranir rísa í viðskiptum? Eru tækifæri í stöðunni? Hvað eru stjórnvöld ríkjanna að gera til að kortleggja stöðuna og tryggja hagsmuni fyrirtækja?

Félag atvinnurekenda boðar til morgunverðarfundar þriðjudaginn 17. október kl. 8.30-10 til að ræða þessar spurningar og fleiri tengdar Brexit – útgöngu Breta úr ESB.

Frummælendur:

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi

Fundurinn verður haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Michael Nevin

Fundurinn fer fram á ensku. Fundarstjórn annast Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skráning hér neðar á síðunni.[ninja_form id=7]

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning