Hverfandi líkur á vöruskorti fyrir jólin

11.11.2020
Mynd: Júlíus Sigurjónsson

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, var gestur á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Í svari við spurningu fréttamanns sagði Ólafur að hverfandi líkur væru á vöruskorti í verslunum fyrir jólin. „Flutn­ing­ar til lands­ins hafa gengið al­veg ótrú­lega vel. Það geta verið ein­hverj­ar mjög af­markaðar vör­ur sem menn eru í vand­ræðum með að út­vega en það er þá kannski frek­ar vegna ein­hverra vand­ræða við fram­leiðslu er­lend­is. Það hafa nátt­úru­lega komið ein­hverj­ir hikst­ar í hina alþjóðlegu aðfanga­keðju en hún hef­ur heilt yfir gengið al­veg ótrú­lega vel þannig að ég á ekki von á því að það verði neinn vöru­skort­ur sem skipt­ir máli,“ sagði Ólafur. Upptöku af fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Ólafur ræddi á fundinum að honum fyndist starfsfólk í mörgum fyrirtækjum hafa unnið þrekvirki við að halda nauðsynlegri starfsemi fyrir almenning gangandi. „Ég vona að við metum það að verðleikum. Það er svo margvísleg starfsemi sem við sjáum aldrei en skiptir gríðarlega miklu máli til að við getum lifað okkar daglega lífi. Það þarf að finna vörur hjá birgjum erlendis, flytja þær til landsins, koma þeim fyrir í vörugeymslum og dreifa þeim síðan út um land, þetta er flókin starfsemi og hefur þurft gríðarlega útsjónarsemi til að halda utan um allan þennan rekstur þannig að sóttvarnir séu tryggðar og varaleiðir byggðar upp ef til dæmis smit kemur upp í hluta fyrirtækis,“ sagði Ólafur.

„Þetta hefur gengið alveg sérstaklega vel og þannig hefur innflutningur og dreifing lyfja og heilbrigðisvara fyrir heilbrigðiskerfið, matvöru og annarra nauðsynja í verzlanir og aðfanga fyrir innlenda framleiðendur verið að mestu hnökralaus og aldrei komið upp neinn alvarlegur skortur. Það var ekki sjálfgefið í upphafi faraldursins. Eins og ég segi; þetta er talsvert afrek hjá fjölda fólks sem er aldrei talað við í fjölmiðlum og ég leyfi mér að þakka því hérna fyrir þess framlag til þess að líf okkar geti þrátt fyrir allt verið sem eðlilegast.“


Umfjöllun mbl.is
Umfjöllun frettabladid.is
Umfjöllun ruv.is
Umfjöllun visir.is
Umfjöllun Stöðvar 2

Nýjar fréttir

Innskráning