Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína? Fundur 22. janúar

07.01.2020
Kínverskum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað hratt undanfarin ár.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem FA hýsir og rekur, Ferðamálastofa, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu efna til fundar miðvikudaginn 22. janúar næstkomandi um móttöku ferðamanna frá Kína. Það málefni er í deiglunni meðal annars vegna áforma kínversku flugfélaganna Tianjin og Juneyao Air um flug til Íslands á nýbyrjuðu ári. Um 100.000 kínverskir ferðamenn sóttu Ísland heim á nýliðnu ári og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi talsvert á þessu ári.

Fundurinn er haldinn í kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, og stendur kl. 9-11.

Dagskrá

JIN ZHIJIAN, sendiherra Kína á Íslandi: Hvaða þjónustu sinnir sendiráðið fyrir kínverska ferðamenn?

THEA HAMMERSKOV, forstöðumaður viðskiptatengsla Visit Copenhagen: Hvað er Chinavia fræðsluefnið og hvernig gagnast það íslenskum fyrirtækjum?

ÁRSÆLL HARÐARSON, svæðisstjóri Icelandair í Asíu: Hvernig virkar markaðssetning í Kína m.t.t. menningar og tækni?

GRACE – JIN LIU, leiðsögumaður: Hvernig skynja kínverskir ferðamenn Ísland?

JÓNÍNA BJARTMARZ, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, stýrir fundinum.

Á fundinum munu fyrirtæki sem sinna greiðslumiðlunarþjónustu fyrir Alipay og WeChat Pay kynna starfsemi sína.

Fundurinn fer fram á íslensku og ensku. Allir eru velkomnir, en skráning nauðsynleg á síðu Ferðamálastofu.

Síðar sama dag mun Ferðamálastofa gangast fyrir þjálfunarnámskeiði fyrir þá sem koma að samskiptum við kínverska ferðamenn.

Auglýsing fundarins

Nýjar fréttir

31. október 2024

Innskráning