ÍKV 20 ára – málþing um reynsluna af fríverslun við Kína

20.10.2015
CHINA-BEIJING-LI KEQIANG-ICELAND-PM-SIGNING CEREMONY (CN)
Frá undirritun fríverslunarsamnings Íslands og Kína í apríl 2013. Mynd: Utanríkisráðuneytið

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagnar 20 ára afmæli í mánuðinum. Af því tilefni efnir ráðið til málþings í samstarfi við sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína og Félag atvinnurekenda um reynsluna af fríverslunarsamningi Íslands og Kína fyrsta árið sem hann hefur verið í gildi. Samningurinn gekk í gildi 1. júlí 2014. Málþingið verður haldið í húsnæði viðskiptadeildar sendiráðsins í Garðastræti 41 kl. 15-17 fimmtudaginn 29. október. Að loknu málþinginu verður móttaka þar sem útnefndur verður fyrsti heiðursfélagi ÍKV.

Dagskrá:

15.00       Ársæll Harðarson, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, býður gesti velkomna.

15.10       Liu Mingming, viðskiptafulltrúi kínverska sendiráðsins: Facilitating business opportunities through the FTA

15.25       Bergþór Magnússon, lögfræðingur á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins: Hvernig nýtast tækifærin í fríverslunarsamningi Íslands og Kína?

15.40       Jóhann Freyr Aðalsteinsson, tollasérfræðingur hjá Tollstjóra: Helstu áskoranir við framkvæmd fríverslunarsamningsins

15.55       Birgir Bjarnason, formaður FA og framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar: Áhrif fríverslunarsamningsins á útflutning til Kína

16.10       Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri Xco ehf: 40 ára reynsla af viðskiptum við Kína – hverju breytti fríverslunarsamningurinn?

16.30       Spurningar og svör

17.00       Móttaka í boði kínverska sendiráðsins

Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz, stjórnarmaður í ÍKV

 

Skráning á málþingið er hér að neðan. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir lok dags 27. október. Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði.

 

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning