ÍKV og KÍM fagna ári svínsins

22.01.2019

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður ÍKV og KÍM er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.

Ræðumenn kvöldsins verða Jin Zhijian, sendiherra Kína í Reykjavík, og Helgi Steinar Gunnlaugsson, uppistandari og framkvæmdastjóri Kínverskrar ráðgjafar, en hann bjó um árabil í Kína.

Níu rétta hlaðborð er í boði:

Forréttir:

A) Kjúklingasúpa með grænmeti
B) Djúpsteiktar vorrúllur
————————————————————————
1) Djúpsteiktar rækjur í súrsætri sósu
2) Hunangsgljáð svínakjöt
3) Kjúklingur í sterkri chilisósu með grænmeti (Kung Pao)
4) Gufusoðinn heill karfi
5) Lambakjöt með svartpiparsósu
6) Svínakjötsstrimlar með sterkri hvítlaukssósu og chili
7) Peking-önd
8) Kaffi, te og ís

Verð: 4.900 krónur

Gestir geta tekið með sér eigin drykkjarföng, vín eða bjór, en einnig verða drykkir til sölu við vægu verði.

Sætafjöldi er takmarkaður og er fólk því vinsamlegast beðið að panta tímanlega.  Pantanir má senda á netfangið bjarndis@atvinnurekendur.is.

Pantanir berist í síðasta lagi föstudaginn 1. febrúar fyrir kl. 16.00.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning