Indversk-íslensku viðskiptasamtökin (Indo-Icelandic Business Association) munu gangast fyrir opinni málstofu eða fyrirtækjastefnumóti, í samvinnu við Íslensk-indverska viðskiptaráðið og sendiráð Indlands í Reykjavík, 7. júní næstkomandi. Í tengslum við málstofuna verður haldinn aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins (ÍIV). Málstofan hefst kl. 10 og aðalfundurinn kl. 11.30. Báðir viðburðir verða haldnir í húsakynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar.
Á málstofunni verður farið yfir nýja skýrslu um samkeppnishæfni indversks viðskiptalífs (India Surging Ahead 2019), auk þess sem fulltrúi indverska ferðamálaráðsins mun kynna tækifæri í ferðaþjónustu á Indlandi.
Að þessum kynningum loknum gefst gestum kostur á að kynnast starfsemi indversku fyrirtækjanna í viðskiptasendinefnd sem hér verður stödd dagana 4.-10. júní. Fyrirtækin í sendinefndinni starfa meðal annars á sviði listmuna, skartgripahönnunar, endurnýjanlegrar orku, kvikmynda, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, innanhússhönnunar og fjölmiðla. Upplýsingar um einstök fyrirtæki er að finna hér að neðan.
Dagskrá:
10.00-10.05 Upphafsorð
Bala Kamallakharan, formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins
10.05-10.10 Upphafsorð
Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna
10.10-10.20 Kynning á Indlandi
Sanjiv Vashist, aðstoðarsviðsstjóri Ferðamálaráðs Indlands
10.20-10.30 Ný skýrsla um efnahagsmál, atvinnulíf og viðskiptatækifæri á Indlandi
T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi
10.45-12.00 Fyrirtækjafundir (B2B)
- Divish Aurum Private Limited – Mr Prasoon Dewan / Mrs. Prity Dewan (skartgripir)
- Cellcom Teleservices Private Limited – Mr. Vivek Kaushik (fjarskipti/innviðir)
- Volksmann India Private Limited – Mr. Ravi Singh (heilbrigðisþjónusta /greiningarkerfi)
- Krishna Hydroprojects Private limited – Mr. Dalip Dua (orkumál/kvikmyndir)
- Ananta Energy – Mr. Saurabh Sharma (endurnýjanleg orka/fjölmiðlar)
- Anita Malik Arts – Mrs. Anita Malik (listir)
11.30-12.00 Aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins
Indverska sendiráðið á Íslandi tekur við skráningum í síma 534 9955 eða í tölvupósti: cons.reykjavik@mea.gov.in
Listi yfir indversku sendinefndina
India surging ahead 2019