Indversk – íslenskt viðskiptaþing 11. september

03.09.2019

Uppfært 9. september kl. 14.30: Vegna mikillar aðsóknar höfum við lokað skráningu á viðskiptaþingið. 

Í tilefni af opinberri heimsókn Ram Nath Kovind, forseta Indlands, er efnt til indversk-íslensks viðskiptaþing miðvikudaginn 11. september. Forsetanum fylgir 36 manna viðskiptasendinefnd, skipuð fulltrúum breiðs hóps indverskra fyrirtækja. Kovind Indlandsforseti og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, munu ávarpa þingið auk þess sem fjallað verður um sóknarfæri í viðskiptum ríkjanna. Í hádegisverði að loknu þinginu og eftir hann gefst íslenskum fyrirtækjum kostur á að funda með fulltrúum indverskra fyrirtækja.

Skipuleggjendur þingsins eru Íslensk-indverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda rekur, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa, auk ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India, og CII, Condfederation of Indian Industry.

Breiður hópur indverskra fyrirtækja
Í viðskiptasendinefndinni eru fjárfestar og fyrirtæki í fjármálaþjónustu, fasteignafélög og fyrirtæki í stáliðnaði, innviðaframkvæmdum og byggingariðnaði. Í sendinefndinni eru jafnframt fulltrúar lista og hönnunar, skartgripahönnunar og -framleiðslu, þróunarsamstarfs, heilsueflingar, heilbrigðisþjónustu og lyfjaframleiðslu. Einnig má nefna fyrirtæki í matvælaiðnaði, svo sem framleiðslu mjólkurvara, sjávarafurða og umhverfisvænna umbúða. Þá eru í sendinefndinni forystumenn fyrirtækja á sviði endurnýjanlegrar orku, fjarskiptabúnaðar, fjölmiðla, prentunar, upplýsingatækni og hugbúnaðar. Fyrirtæki í flugi, skipaflutningum og ferðaþjónustu eiga sína fulltrúa. Auk þess eru forystumenn helstu samtaka indversk viðskiptalífs með í för.

Viðskiptaþingið er því einstakt tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynnast indversku viðskiptalífi og afla sér viðskiptasambanda.

Þingið er haldið á Hotel Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 9.30.

Dagskrá
Dagskrá viðskiptaþingsins, sem fer fram á ensku, er eftirfarandi:

09:30 – 09:50            Registration of participants

09:50                          All participants take their seats

09:55                          Welcome address by Moderator

10:00 – 10:30            Inaugural Session

Ms. Guðrún Hafsteinsdóttir, Chairman, The Federation of Icelandic Industries (5 min)

Mr. Balkrishan Goenka, President, ASSOCHAM and Chairman, Welspun Group (5 min)

H.E Mr. Guðni Thorlacius Jóhannesson, Hon’ble President of Iceland (10 min)

H.E. Mr. Ram Nath Kovind, Hon’ble President of the Republic of India (10 min)

10:30 – 10:40           Exchange of the Memorandum of Understanding between the chambers

 • ASSOCHAM and The Icelandic Federation of Trade (FA)
 • ASSOCHAM and The Federation of Icelandic Industries (SI)
 • The Indo-Icelandic Business Association and The Icelandic-Indian Trade Council (ÍIV) 

10:45 – 11:00          Break

11:00 – 12:15          Business Session

 • „Why Invest in Iceland“ (15 min) – Bala Kamallakharan, Chairman, Icelandic – Indian Trade Council
 • “Investment and regulatory framework in Iceland” – Arnar Guðmundsson, Project Manager, Invest in Iceland (15 min)
 • “Business Opportunities in India – Overview”– Alban Lucian Rodricks, Resident Director, CIS Bureaus Facility Services Private Limited (15 Min)
 • Success stories
   • Mr. Prasoon Dewan, chairman, The Indo-Icelandic Business Association (7 min)
   • Mr. Gireendra Kasmalkar, Founder Director and CEO, Ideas to Impacts Innovations (7 min)

12:15 – 13:15           Buffet Lunch

13:15  – 14:15           B2B meetings

Moderator: Mr. Ólafur Stephensen, Secretary General of The Icelandic Federation of Trade

Upplýsingar um indversku viðskiptasendinefndina

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning