Innlegg FA í Evrópuumræðuna

06.02.2015
Stjórnsýslan hefur ekki fjárráð til að sækja fundi í Brussel, þrátt fyrir skýra stefnumótun.
Stjórnsýslan hefur ekki fjárráð til að sækja fundi í Brussel, þrátt fyrir skýra stefnumótun.

FA stóð ásamt Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði Íslands og Alþýðusambandi Íslands, að gerð skýrslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan hlaut mikla athygli og umfjöllun enda eitt helsta mál íslenskrar þjóðfélagsumræðu þar á ferð. Stjórn FA mótmælti áformum stjórnvalda um að slíta aðildarviðræðum við ESB og hvatti til þess að þeim yrði lokið og þjóðin greiddi atkvæði um aðildarsamning.

 

FA hefur ennfremur hvatt stjórnvöld til að fylgja eigin Evrópustefnu varðandi innleiðingu Evrópulöggjafar og viðleitni til að hafa áhrif á löggjafarstarf Evrópusambandsins á fyrri stigum.

 

Lestu meira á atvinnurekendur.is:
– Fréttatilkynning: Sýnum skynsemi! (pdf)
– Evrópustefna og eftirfylgni

 

Kynntu þér umfjöllun fjölmiðla:
– visir.is:Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg
– Alþjóðamálastofnun HÍ: Aðildarviðræður Íslands við ESB (pdf)
– ruv.is: Ríkisstjórnin fylgir ekki eigin stefnu

Nýjar fréttir

Innskráning